Book Online
Destinations Abroad

Indland - samantekt (in Icelandic)

Ferðir:
Ódýrt að ferðast í lestum og rútum og jafnvel leigubíl ef nokkrir taka sig saman. Búðu þig þó undir að mesta lúxusrúta sem þeir státa af, sé eins og versti skrjóður sem þú hefur stigið fæti uppí. Löng röð oft til að bíða eftir lestum, oft sérstakar raðir fyrir útlendinga.Indverskur kaupmarkaður

Veitingastaðir:
Í fyrstu ferð minni til Indlands léttist ég um 7 kíló! Ástæðan var e.t.v. of mikil kjötþörf mín. Grænmetisréttir sem eru yfirleitt mjög góðir eru miklu öruggari Mainland China er frábær veitingastaður sem vert er að prófa. Hann er í Bombay en einnig Bangalore á suður Indlandi. Kínastaður með indverskum blæ, eins og finna má á kryddinu sem notað er. Tvímælalaus langbesti kínastaður sem höfundur hefur prófað.

Gisting:
Gististaði er hægt að fá fyrir kr. 100 - 7-8,000 eftir aðbúnaði. Bókin "The lonely planet guide to India" gefur nokkuð greinargóðar upplýsingar um gistingu. Ef maður gistir á stöðum í ódýrari kantinum sem gefnir eru upp í bókinni hittir maður mikið að "fellow backpackers" áhugavert fólk frá Bretlandi, Ástrali, Ísraela o.fl. sem ferðast um Indland (Í leit að sjálfum sér?) í nokkra mánuði. Tilvalin leið til að kynnast nýju fólki.

© NETIÐ markaðs- og rekstrarráðgjöf | All rights reserved



Back       Print  
 
Book Online SOS